HOOKED
2016
Staðir / Places Biennuale Art Exhibition.
Owned by the town of Bildudalur Westfjords Iceland.


Letter to Bildudalur in the west of Iceland.

9 Jul 2016

Kæri Bíldudalur

Hér með formlega afhendi ég útilistaverkið “HOOKED” eða “Kræktur”. Sem er járnskúlptúr á hæð við mann og stendur hér á hafnargarðinum. Verkið var unnið á verkstæði Listaháskólans í Reykjavík undir handleiðslu Guðbjartar Þórs Sævarsyni eldsmiðs. Verkið vísar í ferðir mínar á vestfirði og ævintýra þrá einstaklingsins. Íbúar Bíldudals hafa löngum verið þekktir fyrir sagnahefð en listaverkið syngur óð til þeirrar hefðar. Á ævintýralegan hátt hefur öngullinn krækt sig í fjarðarminnið. En hverju var veiðimaðurinn á höttunum eftir? Hvern skildi krækt í? Við vitum jú að fiskurinn er aðeins myndlíking fyrir eitthvað ennþá ævintýralegra. Við uppsetningur og allskins ákvarðanartöku verksins unnu Jón Þórðarson góðvinur minn og Kalli hinn frábæri þúsundþjalasmiður sem ég kynntist nýverið og sé eftir að hafa ekki kynnst fyrr. Verkið er hugmynd sem varð að veruleika í gegnum verkefnið Staðir / Places en verkefnið Staðir varð til vegna áhuga myndlistar á landsbyggðinni og áhuga listamanna til að skapa í óheftu landslagi og öðruvísi samhengi. Bíldudalur varð fyrir valinu hjá mér vegna þess að hingað hef ég komið síðan 2008 en það var fyrir algjörri tilviljun í leit að atvinnu. En það sem bauð mig velkomna var list. Og síðan þá hef ég alltaf komið aftur. Það að vera kræktur er ekki endilega að vera fastur að eilífu þó svo ég vona að þetta verk verði hér lengi. Heldur er hægt að hugsa um setningar og orð á borð við; að hafa eitthvað í höndum sér, að vera á höttunum eftir, heppni og ásetning, frumkvæði.Godspeed
Eva Ísleifs